Jæja það er sjaldgæft að lenda á móti lélegu sænsku liði en ég held að félagarnir úr Norse séu einhverjir léttgegguðustu spilarar sem ég hef spilað við.

Í fyrsta lagi gat þetta lið ekki baun í bala og þrátt fyrir að 3 af 8 okkar spilurum spiluðu með 400+ í ping (já þið lásuð þetta rétt 400+) í boði OgVodaFuck.

Það skipti engu máli þessir gaurar sugu allt sem hægt var að sjúga nema Lexa sem ekki hefur en séð sér fært um að mæta þrátt fyrir að vera vel til í svoleiðis action.

Wake Allied
Við byrjuðum á Wake þar sem við ákváðum að verjast, eftir brösulega byrjun að verjast sem Allied, þá ákváðum við að láta þessa “flugmenn” vera og senda flugvélarnar bara sökkva skipunum. Cheesy greyið flaug þarna með 400+ í ping í boði OgVodaFuck (var ég búin að segja þetta áður ó jæja) og sökkti blessuðum skipunum þeirra með hjálp Cruel.
Svo hirtum við baseinn sem þeir höfðu aulast til að ná og drápum síðasta gaurinn þeirra. 174-0 sigur í Allied í Wake með hálft liðið á 400 í ping í boði OgVodafuck (já ég veit ég var búin að segja þetta áður).

Axis Wake
Sem Axis í Wake hirtum við hálfa eyjuna í fyrsta wingwalki (prufaðu að wingwalka með 400+ í ping í boði OgVodaFuck)! Og kláruðum svo dæmið á um 5-7 mín. Annar 174 - 0 sigur JEY!

Eftir það fórum við í sandinn í Tubruk. Byrjuðum að verjast aftur sem Allied. þetta var góða mappið þeirra sögðu þeir JEY!

Allied Tubruk
Svíarnir gerðu ofursókn langleiðina út á sjó sunnan megin við fremstu víglínu. Til að gera langa sögu stutta var hún stöðvuð en þó ekki nema að þeir náðu þó einu flaggi JEY! Ég reyndi eftir fremsta magni að gera það eina það eina sem ég gat gert með 400+ í ping í boði u know who! PIXLA, við Fireman pixluðum allt í spað en hann hirti öll killinn, geðveikt leiðinlegt þar sem ég var komin með fætur upp á borð að borða pizzu í leiðinni og hlæja að þeim sem drápust.
Ég fékk mannskapinn til að færa sig framar svo þeir stoppuðu ekki alltaf countið og það dugði til að ná að núlla svíanna í ca 140 - 0 (með 8 sek eftir, þetta var mest spennandi hlutin við leikinn by thw way).

Axis Tubruk
Við hirtum öll base á um 8 mín og leikurinn var búin JEY!!

Niðurstaða

Sennilega eitt lélegasta leið sem ég hef nokkurntíma spilað við en þeir höfðu þó gaman virtist vera og vældu ekki (ólíkt svíum yfirleitt). Næsti og síðasti leikur í riðlinum er við STagan sem er án efa besta liðið í riðlinum en þó ekki ósigrandi. Nú er spurningin hvort við náum að æfa eitthvað fyrir þann leik ha ?? Og hvort OgHveHáttPingErtÞúMeðSegirðu? heldur tengingunum sínum í lagi í ca 1 dag.

Yfir og út !
Kveðja Kristján - ice.Alfa