Það ætti ekki að fara fram hjá neinum að spilendur Battlefield 1942 leiknum fækkar stöðugt á Íslandi.
Það eru 2 íslenskir serverar núna uppi og er það mjög gott framtak þeirra Miracle og [I'm] manna að hafa hann uppi. (Reyndar í þessum skrifuðu orðum er Miracle serverinn niðri, veit ekki hvort það er komið til að vera )
Ég fór svona að pæla ef mig langaði nú að fara á server og ætla að bíða eftir að einhver annar kæmi inn þá mundi ég í flest tilvik ekki fara því það eru kannski maps á borð við el alamein eða einhver álíka stór “möp”.
Þannig ég hugsaði hvort það væri ekki sniðugast að hafa serverinn “Infantry mod”. Það er allaveganna vel spilað 1 on 1 hvað þá 2 on 2. Eða mundi það bara draga úr spilun?
Ég hvet allaveganna [I'm] menn til að hugsa þetta og jafn vel prófa þetta, því maður nennir ekki alltaf að vera að hanga á þessum sílaggandi útlensku serverum.