Veit einhver hvernig það stendur á því að þegar að ég reyni að spila Battlefield 1942 á erlendum server þá lagga ég alltaf, og það mjög mikið. Meira að segja það mikið að ég hef ekkert getað spilað hann, og í þau skipti sem ég get spilað, þá er mér hent út fyrir of hátt ping.
Ég er með 6mb tengingu hjá ogvodafone, zyxel router og ókeypis erlend niðurhal. Ég fæ allt að 750 kb/s á ftp innanlands. Hvers vegna er þetta þá svona slæmt í netspilun? þarf ég að opna einhver port eða hvað?
p.s. Þetta er ekki hardware lagg, ég fæ alltaf connection error eða of hátt ping.