Svarið er einfalt, eins leiðinlegt og mér þykir að segja það verandi áskrifandi hjá OgVoda en droppaðu HIVE og fáðu þér tengingu hjá Simanum. Siminn er með langbestu og stabílustu tengingarnar auk þess sem bestu samninganna við réttu símafyrirtækinn í Evrópu.
Samningar við réttu fyrirtækin og að vera í forgangi er akkúrat það sem skiptir máli varðandi ping út, því ef þú ert hjá t.d. Vodafone og HIVE þá ertu ósjaldan router-aður til USA og þaðan til Evrópu.
Aftur á móti eru nánast öll kerfi og þá sérstaklega hjá OgVodafone að skíta á sig eftir að menn fóru að hækka hraðann á tengingunum.
Hjá mér er ekki ósjaldgjæft að fá yfir 1000ms spike af og til og tonn af Packetlossi á fyrsta hoppi í UK og þaðan til Evrópu. Sem gerir gjörsamlega skelfilegt og þig um leið ósamkeppnisfæran að spila. Ef eitthvað er hefur þetta versnað síðustu mánuði sama hvað símafyrirtækin vilja halda framm.
HIVE er sami pakkinn og Vodafone, reyndar með enn verri rout-un til Evrópu oftast og fyrir vikið einhver 20 hop jafnvel á einhvern server sem síminn er með kannski innan við 10 jafnvel. Persónulega myndi ég því ekki versla við neinn annan en símann þó það væri ódýrara, en því miður á þrjóska kærustu :/
Kveðja Kristján - ice.Alfa