Jæja..

Ég ákvað að hafa samband við hann nafna minn varðandi það að setja Forgotten Hope 0.7 útgáfuna á huga, fyrir þá sem sáu sér ekki fært á að ná í hellingin af erlendri síðu.
Nú, viku síðar, er þetta allt lent hérna á huga, og bíður eftir því að því sé downloadað. Nú vona ég bara að með þessu fari fólk að spila FH meira, enda hrein og tær snilld hér á ferð, eins Biggi trommari myndi orða það.

Endilega, fyrir alla þá sem bíða spenntir eftir að ná í pakkan, kíkið inn á http://static.hugi.is/games/bf1942/mods/Forgotten_Hope/ og náið ykkur í þetta ;)
Á meðan beðið er, er hægt að fara yfir fréttirnar af FH á síðuni þeirra, og einnig er hægt að renna yfir smá guide sem þeir gerðu nýlega fyrir nýja pakkan, finnanlegt neðanlega á þessari síðu.

Ég vill nota tækifærið og þakka JReykdal fyrir hýsinguna á þessum 3 fælum, hver um sig tæplega 700 megabæt.

Sjáumst á vígvellinum..
Kveðja
Jói