erm..
——————-
Greinar hönnun 101
——————-
Til að byrja með er mikilvægt að plana hvað skal fjalla um í grein sinni. Fínt væri að krota upp hvað þú ætlar að skrifa um, og pæla í hvernig orða skal hlutina rétt til að fá sem mestann skilning úr greinini.
Eftir það byrjar maður að skrifa greinina. Ef maður hefur það í hyggju að skrifa grein sem er lengri en 20 orð, skal skipta greinini niður í nokkra hluti.
Til dæmis er hægt að gera svo með kommum, sem koma sér vel þegar þörf er á að skjóta aukaupplýsingum inn í, svo ekki sé minnst á að láta lesandan vita hvar hægt væri að anda án þess að ljúka setninguni.
Þegar grein er skipt niður með notkun punkta, fær maður út setningu. Setningar er lykil atriði í að koma frá sér málfræðilegu efni, svo að annað fólk skilji um hvað er verið að ræða. Fínt ráð er að hafa að meðaltali 10-30 orð í setningu, þó svo að það megi brjóta þá reglu af og til. Lykil atriðið er að efnið sé skiljanlegt.
Þegar búið er að skrifa nokkrar setningar er fínt að notast við Enter takkan. Enter takkinn kemur fyrir lóðréttu bili á milli setninga, en Það gerir fólki kleyft að lesa textan sem þú skrifar án þess að ruglast um línu. Það kemur einnig í veg fyrir að maður þurfi að leita að setninguni, sem þú varst að lesa, í stærðarinnar búnka af setningum. Búnki af setningum sem aðskilin er frá öðrum búnka af setningum, kallast málsgrein.
Þegar hingað er komið, og greinin tilbúin til byrtingar, skal lesa yfir. Fínt er að notast við frábæra tækni sem tíðkast hér á Huga. Sú tækni ber heitið Endurskoða, og er einmitt takkinn við hliðina á Áfram takkanum. Þetta byrtir upp greinina þína, svo að þú getir farið yfir hana, skoðað og lesið, og gert svo viðeigandi breytingar ef þörf er á. Eftir að hafa lesið yfir greinina, aðgætt að stafsetningar villur séu í lámarki og að auðvelt sé að lesa greinina, er tilvalið að ýta á Áfram takkan til að senda greinina á Huga.
Það er um að gera að vera viss um að greinin sé vel skrifuð og stafsetningar villur í lámarki, því að hér á Huga er enginn Breyta hnappur sem gerir þér kleyft á að breyta grein þinni eftir að hún er komin á Huga.
Ég vona að þessar upplýsingar hafa komið þér að góðum notum, og hlakka til að sjá batnandi árangur þinn hér á Huga.
——————-
Kveðja
Jói