Nú spila ég þennan leik lítið sem ekkert. En ég er soddan Huga hóra að ég get ekki gert annað en að fylgjast smá með því sem fram fer hér.
Nú refresha ég Bf2 menninguna alla daga, aftur og aftur, en sé mest 1 mann á server, lílegast einhver að sjá hvort leikurinn sinn virki (enn eitt fórnarlamb sem hefur keypt gagnslaust eintak sem býður ekki upp á neina skemmtun án íslensks samfélags)*.
Heldur fólk virkilega að þegar svona margir FPS (tala nú ekki um þennan MMORPG horbjóð) eru á markaðum, og svona mikið af hlutum fyrir eina manneskju til að spila, að eitthvað MOD, sama hversu frábær það er, geti bjargað þessu öllu? Leyfist mér að efast, en ég vill bara benda á einn smá hlut.
Þeir leikir (og allar aðrar vörur) sem eru auglýstir, fá til sýn alla byrjendurna. Sama hvað allir hvarta undan “helvítis núbba tk'ernum” á server, þá er ekki hægt að neita því að þeir eru stór undirstaða íslenskra samfélaga í leikjaheimum okkar litlu.
Þú sérð alla litlu krakkana biðja mömmu sína um CS í jólagjöf því hann er vinsælastur í stærstu verslunini, en sérðu einhvern sem er að fara að byrja í svona spurja og velt fyrir sér gildi og endingu leiks?
Það mesta sem hefur sést á íslandi á “newbies” er mest 25 manns á 1942 server rétt undir lok þanns risa, allt… “semi(?)-old school” spilarar. Einungis því þeirra álit á leiknum eru það að þetta sé einn besti online leikur sem til sé (og efast ég ekki um þá byltingu og snilld sem Battlefield kom með).
En stóra spurningin er, mun BF2 einhvertíman komast í guðatölu? Því þeir fáu sem spiluðu mod af einhverju viti fyrir 1942, voru 1942 spilarar sem tóku þátt í reglulegum blöstum (Interstate anyone?). Ég held, því miður!, að Forgotten Hope muni geta gert eitthvað fyrir íslendinga.
* = Til Dabba Vileshout, það má vel vera að Breskir serverar séu fínir, sen sumir kjósa bara íslenskt ;)