Svona í tilefni þess að menn hafa sagt BF2 til syndanna þá vill ég aðeins skýra ástæðu þess að ice.bf söng sínu síðasta.

Í fyrsta lagi er frekar lítið varið í þennan leik versus BF42 að mínu mati, hann er eiginlega rusl. Þetta Addon sem bættist við hann er vægast sagt skelfilegt. Böggað en allt og frekar óspennandi. Persónulega drap það leikinn fyrir mér að fullu. nb ég vísa í að ég spáði BF2 sama falli og BFV lenti í hér á landi eða um 6 mánaða líftíma.

Í öðru lagi finnst mér BF samfélagið vera svo allt annað en það var hér áður fyrr, maður hefur engan til að láta fara í taugararnar á sér eða nokkuð lið sem getur baun á landinu. Þeir tímar þegar lið spruttu upp eins og gorkúlur sem var stjórnað af fullorðnum mönnum með punghár er liðin greinilega.

Í þriðja lagi er þessi leikur ekki í náðinni hjá jólasveinunum sem stjórna Skjálfta, þó það sé að sjálfsögðu sjálfum BF liðunum að kenna líka að aulast til að mæta ekki. Aftur bendi ég á BF samfélagið í dag er uppfullt af 12-13 ára unglingar sem fá varla að mæta á skjálfta.

Í fjórða lagi þá hefur áhugi manna færst frá BF2 yfir í COD2 þar sem ennþá er verið að herja stríð í stríði stríðanna (að mínu mati) þar sem karlmenn börðust án gervihnatta og nútíma búnaðar sem 5 ára krakki gæti unnið stríð með, what's the fun in that ???

Að lokum vill ég þakka öllum þeim sem ég hef spilað með í CP, IG4u, START, ice bæði í BF42 og BF2 fyrir samveruna og vonandi sjáumst við hressir aftur þegar EA hefur tekið plokkaða nógu mikla peninga úr vesælu Írakstríðinu og fer aftur að gera leiki um eitthvað að viti.

Tímarnir á toppnum í evrópu (CB) START og ice í BF42 voru frábærir og eiga fá ef einhver lið eftir að leika það eftir í neinum leik hér á landi. Húrra fyrir okkur lengi lifi BF42 :)
Kveðja Kristján - ice.Alfa