Sko, ef við erum að tala um umsátrið um Tobruk 1941, þá hefði ástralski herinn mun fremur verið við hæfi í leiknum, enda var 9. Ástralska Herdeildin undirstaðan í öllum vörnum við hafnarborgina, sér í lagi við útstöðvarnar, þar sem allir alvöru bardagarnir fóru fram (og þar sem Rommel galt hvað mest afhroð). Það var svo ekki fyrr en líða tók á haustið að pólskar og breskar hersveitir voru fluttar inn til liðsauka (að einhverju ráði). Reyndar er það rétt hjá þér að breski sjóherinn hafi gegnt veigamiklu hlutverki við varnir Tobruk, bæði með skothríð af sjó og liðs- og hergagnaflutningum til varnarliðsins. En þar sem enginn sjóher var í mappinu á annað borð, þá sé ég ekki að það eigi að skipta neinu meginmáli.