Þar sem fáir spila hérna á Íslandi í dag, þá geri ég ráð fyrir að þú hafir lent í þessu á erlendum server.
Það geta þá verið nokkrar ástæður fyrir þessu:
1. Lag. Þér sýnist þú hitta beint í tankinn, en í raun skaustu fram hjá. Þetta er líka þekkt sem “ghost hit”.
2. Það skiptir máli hvar þú skýtur í tankinn. 3 skot beint framan á tank taka hann yfirleitt ekki út, en eitt skot á réttan stað getur hæglega tekið út tank. Heavy tanks er reyndar ekki hægt að taka út í einu skoti (M10, Tiger T-eitthvað (þessi guli rússneski)).
3. Heavy tank vs. light tank er ójafn leikur. Heavy tank gerir miklum mun meiri skaða heldur en sá létti og eitt skot frá heavy tank í t.d. hliðina á léttan tank tekur hann yfirleitt út, á meðan sá létti þarf að dúndra minnst 2 skotum í þann stóra til að taka hann út (og þá á réttan stað), en oftast 3-4 skotum og upp í 5 ef það er beint framan á.
4. Tankurinn er á viðgerðarpalli, en þá þarftu að hitta beint aftan á hann til að taka hann í 2 skotum, eða í hliðina til að taka hann í 3 skotum (eða 4, man það ekki alveg).
5. Hugsanlega voru 2 tankar að skjóta á þig, þó þú hafir bara séð þann sem þú varst að skjóta á.
Þetta er svona það sem mér dettur í hug í augnablikinu :)
0100100100100000011000010110110100100000010001000110000101110110011010010110010000100001