Já, einhverjir hefðu nú áætlað að tveir skemmtilegustu gaurarnir og bara mestu eðalblóð Battlefield samfélagsins (þ.e. SeveN|Jolinn gaurinn og FatJoe) væri með hvorn annan á msn, en það kom þó í ljós nú í kvöld, þegar mest á reyndi, að svo var ekki. Hvað veldur þessari óréttlætanlegu málahögun er auðvitað ofar mínum skilningi, sem og allra þeirra sem eitthvað vit hafa á þessum málum. Áður en allt fór úr böndunum var þó ráðin bót á þessu; Jói sendi mér msn-ið sitt og ég addaði honum, og enginn frekari skaði hlaust af. Það má því með sanni segja að BF-samfélagið hið íslenska, geti andað léttar að sinni.
Þess má svo til gamans geta að til þess að bæta upp fyrir hluta þess óskunda sem safnast hefur upp á síðastliðnum árum, þá áttum við mjög langt og ánægjulegt samtal (og erum reyndar enn að). Umræðuefnin voru m.a. Heilagur Hitler á klósettinu, pabbi hans $now, Forgotten Hope, 19 upphrópunarmerki, dysklexxsía og bróðir minn, hann Matti Führer. Þetta er því allt saman í góðum höndum núna. Brosið.