til scoby 8 :
Commanderinn er oft að senda artillery á staðin þér til aðstoðar, svona þegar hann sér að það er mikið af mönnum þarna :) En hvort um að þú forðir þér af staðnum þegar það er á leiðinni eða reynir drepa eins mikið og þú getur er þitt mál.
En það á ekki að punisha commanderinum fyrir teamkill með artilleryið, þið hafið umþabil 8 sec til að forða ykkur í skjól. Það hefur bara eitt með í för sér þegar það er gert og er það að commanderinn hann hættir að setja artillery á óvina staði sem einhver er að stefna að ná.
Þannig að þið missið allan support sem þið annars gátuð nýtt ykkur með góðum árangri.
Annars er alltof mikið um það að menn refsi fyrir teamkill hérna á íslenskum netþjónum, krakkarnir skoða aldrei hvað kom uppá, hvað hafði verið að gerast í kringum sig. Menn átta sig stundum ekki að þeir eru að hlaupa inn í sigtið hjá liðfélugum.
Hef oft lend í því að vera refsað fyrir að drepa liðsfélaga sem hleypur fyrir bílinn hjá manni eða tankinn þegar maður er í miðjum bardaga :( og þegar maður lendir óvart undir sama félaga sem refsaði manni áður fyrir teamkill þá refsar maður honum bara til baka, maður tekur ekki einhverja afsökun frá einhverjum hlustar ekki á þær sjálfur. Og næstum undartekningarlaust þegar maður spilar hérna á íslandi fær maður eitthvað á þessa leið “afhverju refsaðir þú mér þetta var slys hélvítis mongólítinn þinn”
Þannig að áður en þið refsið fyrir eitthvað sem var bara slys þá skulið þið búast við því fá það sama á móti.
Ég fyrirgef alltaf þegar menn teamkilla mig en þegar það er einhver smattpatti sem hefur refsað mér fyrir eitthvað “slysið” þá geri ég bara það sama til baka. :) Því að maður verður pirraður út í einstaklinga sem halda að allt sér refsanlegt sem aðrir gera en hjá þeim eru þetta bara “slys”
Þannig að skoðið aðeins hvað er í gangi hjá ykkur áður en þið refsið. “Það sem þú vilt að aðrir gjöri þér skalt þú þeim gjöra” :)
Biðst afsökunar á öllum stafsetningar vitleysum ef einhverjar eru.
BF2 : Hugrakka%Braudristin