EA er semsagt búinn að fresta útgáfu 1.03 patch-ins vegna þess að þeir sjá sér ekki fært að gefa hann út í lok Ágústs. Þeir voru of fljótir að segja til um útgáfudagsetningu á patch-inum, en hafa ákveðið að taka sér meiri tíma í að vinna að 1.03 og hafa hann þá fullkomnari fyrir vikið.

Þeir eru ekki komnir með ákveðna dagsetningu, enda hafa þeir brennt sig nokkuð oft á að gefa út dagsetningu, sem þeir geta svo ekki staðist við.

Munið að Battlefield 1942 kom út í September árið 2002, og síðasti patch-inn, 1.61b, kom út í Desember 2004. Það tekur dágóðann tíma að fullkomna þessa hluti, svo við verðum að sýna smá þolinmæði, og bíða eftir pötsunum, í staðinn fyrir að kvarta og kveina. :)

Kveðja
[89th]Maj.FatJoe