Hey fékk mér flatann skjá, og hann kemst upp í 72 hz, er með hann í 60 núna, hvaða hz er best að hafa hann í , 60, 70 eða 72hz?
Veit að þetta tengist ekkert battlefield en ég veit að á meðla vor eru nokkrir sem vita þetta þannig please hjálp :D
Gnarr
það er engin leið að bera saman CRT og LCD skjái, þar sem að LCD hefur enga eiginlega tíðni.
í LCD skjáum er baklýsing sem er stöðug og án neinnar tíðni, alveg eins og venjuleg ljósapera. LCD filman sjálf sér svo um að loka og opna fyrir ljós, svo að við sjáum litmynd. Það sem er verið að tala um með “ms” á LCD skjáum, er hvað það tekur langann tíma að breyta frá einum lit í annann, eða frá svörtu í hvítt, sem dæmi, þá gæti 8ms LCD skjár sýnt 125 mismunandi ramma á sekúndu.
í CRT skjám er túba og nokkurskonar geislabyssa, sem að skýtur geisla í röðum frá toppi til botns skjásins. vegna þess að “geislabyssan” þarf alltaf að byrja efst og fara svo niður, veldur því að það er ekki stöðugt ljós á hverjum stað á skjánum, þetta veldur flöktinu. Hz á túpu skjá tilgreinir hversu hratt oft skjárinn getur teiknað mynd frá toppi til botns á einni sekúndu. til að fá 125 myndir á sekúndu þyrfti skjárinn semsagt að ráða við 125Hz.
Þannig að ef þið eruð að reyna að bera saman LCD og CRT skjái, þá er í rauninni eina leiðin að bera saman hversu marga ramma skjárinn getur sýnt á sekúndu. Einföld formúla fyrir þetta er 1000/(ms tölu LCD skjásins) = Hz.
En sama hvað LCD skjárinn er hægur, hann flöktir aldrei.