Ég er einsog ég hef sagt við tölvugúrúinn minn algjör auli í tölvum en ég spila skotleiki á netinu og allt hófst með bf og nú er það bf2. Hér á eftir eru nokkrar spurningar um leikinn. Ef þær eru of einfaldar fyrir einhverja sem vilja bara svara með móðgunum þá vinsamlegast geymið þær heima hjá ykkur.

1. Hvernig get ég fært mig úr driver yfir á byssu t.d. á buggy-bílnum(U.S.). Ef þetta leysist með F-tökkum þá þarf ég bara að stilla fína Microsoft office-lyklaborðið mitt.

2. Að vera commander. Ég prófaði að vera slíkur í singleplayer og allt fór í vitleysu, gat ekki nýtt mér alla möguleika að mér fannst í commander-glugganum og læt slíkt því vera online(veit að reynslu meiri eru valdir).

3. Er með flotta þráðlausa optical-mús frá Logitech sem mér finnst vera verri á réttri stillingu heldur en sem einhver ms-2 mús frá microsoft,lagaðist aðeins með nýrri músamottu.

4. Að flúga þyrlu, er það nánast vonlaust með lyklaborði eða á maður bara að æfa sig endalaust í singleplayer, eins með flugvélar.

En nóg í bili, kannski fleiri spurningar síðar

Debate