*ræskir*
Sko, persónulega.. ef ég myndi skipta þessu upp.. þá:
Leikspilunin: 8/10
Conquest er skemtileg í spilun.. að berjast um flögg og ráða hvernig þú ferð að því. Það eina sem vantar uppá er fleiri mode's.. það er að segja eins og Capture The Flag. En það er aldrei að vita nema að við fáum að sjá ný mode í framtíðini.
Graffík: 9/10
Hann er dásamlega fallegur, leikurinn, en þú þarft að hafa dágóða tölvu til að hafa hann eins fallegan og hann getur orðið.
Hljóð: 9/10
Vá.. Æðislegt að heyra í honum.. að hlusta á flugvélarnar fljúga yfir og að heyra bardaga langt í burtu, það er alveg að gera sig.
Endurspilun: 10/10
Hérna er þar sem töfrarnir gerast. Ég hef sagt það áður og segi það aftur: Þegar þú kaupir Battlefield 2, þá ertu ekki að kaupa einn leik heldur nokkra leiki. Það gefur þér möguleikan á það að geta spilað sama leikinn aftur, en í þetta skiptið barist á stríðsvöllum seinni heimstyrðjaldarinar, eða hoppað upp í stóran sovéskan skriðdreka og ráðið ríkjum í Red Alert mod-inu.
Ég mæli eindregið með honum, og hálf vorkenni öllum þeim sem ekki munu koma til með að spila hann í framtíðini.
Semsagt.. ef þetta væri kona, myndi ég kvænast henni. :P
Kveðja
[89th]Maj.FatJoe