Tekið af efstu greininni á BF áhugamálinu. Lestu þér til áður en þú spyrð…
Eftir að meiri reynsla safnaðist í leiknum komst ég að nokkrum hlutum.
Hjálp :
A) Algengasta vandamálið er að menn starti leiknum og hann detti strax niður á desktop.
Hugsanleg lausn :
Það getur verið nokkrir hlutir t.d.
1. Þú ert með skjákort sem styður ekki leikinn skjákort sem eru stutt s.k. EA eru
ATI Radeon
ATI 8500, 9500, 9600, 9700, 9800
ATI X300, X600, X700, X800
NVIDIA GeForce
GF 5 : FX5600, FX5700, FX5800, FX5900, FX5950
GF 6 : 6200, 6600, 6800
Það virðist þó að einhver hafi ekki verið nefnd hérna sem menn eru að nota eins og ATI9000 en takið vel eftir að mjög algengt skjákort GF 4 serían er ekki hægt að nota. (nema með rugl moddi)
2. Ekki nota gamla drivera eða 3rd party drivera nota (í dag) ATI Catalyst 5.6 eða Nvidia 77.72
3. Vertu nokkuð viss að þú sért með nýjustu móðurborðs driveranna. IDE og AGP.
4. Ekki nota nein 3rd party refresh forrit eins og Powerstip eða Rivatuner (Rivatuner virkar reyndar fínt hjá mér)
5. Farðu í \Battlefield 2\mods\bf2\Settings\VideoDefault.con og breyttu neðstu línunni úr 0 í gildið 1 (allow refreshrates)
6. Farðu í \My Documents\Battlefield 2\Profiles\Default\video.con (ef hún er til staðar) og breyttu VideoSettings.setResolution 800x600@60Hz í eitthvað hagstæðara eins og 1024x768@75hz (eða eins mörg hz í þessari upplausn og skjárinn þinn þolir).
7. Ef ekkert að þessu virkar leitaðu þá af öllum video.con skrám sem þú finnur og breyttu úr 800x600 í það sem passar við nr5.
8. Reinstall (það virkaði hjá einum)