Hvað varðar fjölda ‘ranked’ leikjaþjóna hér heima, þá er ég á því að það sé öllum hollast að þeir verði ekki of margir. Ég minni á Battlefield: Vietnam hér í denn, en þar spruttu upp fjölmargir þjónar hérlendis á tímabili. Gallinn var sá að það voru sjaldnast nógu margir spilarar inn á einhverjum einum þeirra til að ná góðum orrustum og kenni ég því um að Bf:V dó svo snemma. Bf:1942 var hins vegar alltaf með sinn trausta þjón hjá Símanum og þar var alltaf hægt að ganga að fjölda spilara. Ég tel því best að þessu sé best fyrirkomið hjá einum aðila og treysti BTnet fullkomlega til að sjá um málið.
Að lokum tek ég undir orðin hér á undan þess efnis að menn hér ættu að gæta stillingar og láta ekki eins og spilltir smákrakkar þótt ekki hafi náðst að uppfæra leikjaþjóna BTnet í tíma. Ef ég væri í þeirri stöðu að hafa umsjón með þeim, þá myndu svona frekju- og vitleysingjaháttur draga úr mér allan vilja til að standa vel að málum. Umsjónarmenn leikjaþjóna BTnet eiga heiður skilinn og þakkir fyrir gott starf og ég þykist vita að þeir beita sér í þessum málum eins fljótt og því verður við komið. Í millitíðinni spila ég á breskum leikjaþjónum; það er ekki jafn skemmtilegt, en dugar prýðilega.
Kveðja
- Trminato
“It's the ship that made the Kessel Run in less than twelve parsecs.”