Ég hef tekið eftir að sumir eru ekki vissir hvort skjákortin sín komi til með að virka með BF2 og því ákvað ég að gefa smá útskýringar.
Á síðunni sem FatJoe vísaði varðandi requirements var minnst á að Shader Model 1.4 væri REQUIRED. Ef það passar þá verða skjákortin að vera Geforce FX eða nýrri (frá Nvidia) eða Radeon 8500 eða nýrri (frá Ati).
Geforce 4 geta þá EKKI keyrt leikinn (ef 1.4 er virkilega nauðsynlegt, sem er ekki ólíklegt) því þau styðja bara SM1.3.
Ef þið eigið einhverskonar MX (Geforce 4 MX eða Geforce 2 MX) kort þá getiði gleymt þessu líka :)
í Stuttu máli, ef kortið styður DirectX 8.1 Pixel Shadera (SM1.4) þá virkar kortið, annars ekki.