Sælir aftur,
Það sem hann gerði eftir að það hafði verið brotið á honum er að skrifa þennan póst og fara svo inná þjóninn í bræðiskasti og framkvæma umrætt “TK”.
Ef maðurinn hefði einfaldlega komið út með sannleikann afhverju hann var bannaður, þá hefði þessi þráður snúist svolítið um annað er það ekki?
Alls ekki, þessi þráður, eða ég veit í rauninni ekki hvað þessi þráður fjallar um lengur, en fyrir mig fjallaði hann um að auka virðingu spilara gagnvart hvor öðrum.
Því miður er það orðið of seint núna, því þú sást póst hérna þar sem drengurinn hagræddi sannleikanum eins og honum hentaði og trúðir honum án þess að kanna málið, skaðinn er skeður.
Það er ekkert of seint, ég fékk betri skýringu á því hvað hefði gerst, niðurstaðan mín er eftir sem áður sú sama, það er alveg ástæða fyrir þig og marga aðra að skoða hegðunarmynstrið á server.
Við erum ekki í Battlefield einungis til að leika okkur á Public og það er ástæðan fyrir því að þetta lið er lang efst og í raun eina aktíva Íslenska liðið. Að ráðast svona á CP/IG4u/START/ice liðið einfaldlega af því það er það lið sem hefur hve mesta velgengni að gegna í gegnum árin er bara barnalegt og hljómar frekar eins og öfund.
Mér er nokkuð sama hvað þið kallið ykkur hverju sinni, það er hegðunin sem segir í rauninní allt um innviði hópsins, ég hef góða hluti séð, en því miður einnig slæma. Mín skoðun er að BF1942 public spilun eigi að vera jöfn hröð og þó fyrst og fremst skemmtileg. Væri eflaust fleiri spilarar aktívir í BF1942 ef hið ömurlega “spawncamp” væri ekki stundað.
En ég tel mig þó ekki hafa verið að ráðast að einu né neinu, þegar ég segi að virðing og skemmtun skipti mig meira máli en
árangur.Varðandi hroka, sem er alveg nýr kafli þá vil ég sem minnst fara út í þá umræðu en hægt er að fara í gegnum þennan þráð og má þá sjá ýmis merki um slíkt.
Ég vona að ICE.bf fari nú að hugsa sinn gang og skoði hvað það er sem veldur slíkum viðbrögðum sem greinilega komu í ljós í þessum þræði.
Það er þó alveg gefið að ég er ekki að leggja einhvern áfellisdóm yfir þér sem admin á símnet deadman, þetta virðist ganga snuðrulaust fyrir sig, svo vel að ég hef ekki séð ástæðu til að grafa eftir remote admin passanum mínum sem er í póstinum mínum einhverstaðar, en það er alltaf hollt að fara yfir ákveðna hluti, sjálfskoðun getur aldrei verið af hinu slæma. Styð breytingu á lykilorðinu fyrir serverinn.
Varðandi meðalaldur fyrir ykkur sem telja okkur vera orðin útstöð fyrir GH sem í ykkar huga virðist merkja ungir spilarar, þá er meðalaldur okkar vel yfir hættumörkum. 2 nýir spilarar teknir inn sem báðir eru yfir 28 ára aldur segir svo sem allt sem segja þarf (þar af einn gamall ICE.cs gaur má líka benda á að greinarhöfundur hefur nú eitthvað komið nálægt hinu fræga frábæra æðislega :) ICE.cs)
Að lokum vona ég að þú hafir ekki lesið út að um persónulegar árásir hafi verið að ræða. Einungis vilji til að virðing og skemmtanagildi aukist.
kv,
[89th]GEN. Marine