Ég kem hingað á huga eftir nokkra daga fjarveru og sé það að þráður einn nefnist “nýr patch” eða eitthvað keimlíkt. Ég fer tafarlaust á heimasíðu EA og niðurhleð þessum patch og set hann upp. En það virðist bara enginn hafa gert slíkt hið sama, einu leikjaþjónarnir sem hafa sett sig í 1.61 búning eru EA þjónar og örfáir aðrir. Núna eru allir mínir uppáhalds þjónar óspilandi sökum misræmis á útgáfu númeri, 1.6 og 1.61. Þar á meðal Símnet, ekki það að hann sé í miklu uppáhaldi. En ég bara hvet alla leikmenn BF1942 að setja þennan nýja patch upp og að Símnet geri það líka. En ég mæli ekki með því, betra að bíða aðeins ef þið viljið spila á ykkar gömlu góðu leikjaþjónum, þannig að ég hvet ykkur endregið til að taka ekki mark á því sem ég sagði hérna aðeins fyrir ofan um það að hvetja ykkur til að setja þennan nýja patch upp. Hvatning er tálsýn,,, Svolítið sem ég lærði af Þrándi Bónda back in the days……“Þú hvetur ekki aumingja kýrnar þínar með mjaltavélina sjúgandi júgurinn, þú hvetur ekki sauðféið þitt til að dvelja mánuðum saman á beit vestur á fjalli, ástæðan fyrir því að ég unni búskapnum svona mikið,,, er það að skepnurnar þurfa ekki hvatningu, þær eru það sem þær eru og sætta sig við það, annað en kvenndjöfullinn og öll mannskepnan sem þarf sífellt á hvatningu að halda til að komast af í þessum harða heimi, fólk á bara að andskotast til að sætta sig við það sem það er og það sem það gerir, ekki þurfa þau að vakna klukkan 5 á morgnana til að smala þessum heimsku beljum í fjós!”
Svo sagði hann alltaf;
“Þér gengur betur
ef þú ekki hvetur
fólk í vetur
og þeirra sálartetur”
já hann var eitthvað bitur hann Þrándur Bóndi skal ég segja ykkur. En alltaf sprækur eins og lækur, hress eins og fress og kátur eins og slátur.
Ég vildi bara kanna hvort einhver hefði hugmynd um hvort hægt væri að gera patchinn óvirkan eða “uninstalla” honum? Svona rétt á meðan samfélagið er ekki alveg að meðtaka þennan mjög svo snilldar patch.
[I'm]Your Father
Real life: Þrándur
Boards Of Canada