Nations cup hefur verið færður um seinkað um eina viku og því höfum við meiri tíma til æfinga. Það er því æfing eða hugsanlega PCW (ef eitthvað land finnst) í kvöld 9.Nóv kl 20 til 22.
Einn hefur dottið í viðbót úr liðinu og það er hann Kim Larsen. Hann á þó hrós skilið fyrir að hafa nöldrað í mér í viku að taka þetta að mér :) hehe. Hann lagði töluverða vinnu í þetta í byrjun en sér sér ekki fært um að taka þátt í þessu vegna anna.
1 nýr maður hefur verið tekin inn að sinni og má búast við að 2 í viðbót munu sjást í liðinu áður en fyrsti leikur hefst. Það er hann Lexington sem komst að því að hann er ekkert nógu mikill Tyrki og fær því ekki að spila með Tyrkjum eins og hann hafði hugsað sér. (þarf víst vegabréf).
Kveðja Kristján - ice.Alfa