Best að fræða ykkur smá um hvernig biðlistamálin virka og af hverju laaaaangflestir/allir á biðlista munu komast inn, ef þeir verða í startholunum þegar staðfesting biðlistafólks opnast kl. 20 á laugardag. :)
Pláss er fyrir 528 keppendur. Á
http://www.skjalfti.is/skraning/index.php?page=skraning&which=skradir má sjá hverjir hafa staðfest, 106 eru á biðlista. Fyrir hvern sem ekki staðfestir fyrir kl. 20 á laugardag opnast nákvæmlega eitt sæti fyrir biðlistafólk, sem getur staðfest á þessum sama tíma.
Fimmtán hafa þegar afskráð sig og vaninn er að a.m.k. 50 staðfesti ekki (oft öllu fleiri en það), sem þýðir að a.m.k. 65 af biðlistanum munu komast inn. Svo hafa auðvitað margir á biðlistanum hætt við/gefið upp vonina, svo glögglega má sjá að auðvelt verður fyrir hina að komast að.
Munið bara að staðfesta sem fyrst eftir kl 20:00 næstkomandi laugardag! :)