Var að taka saman skráningu liða í Battlefield á skjálfta.
Frestur til að skrá fólk rennur út annað kvöld (þriðjudagskvöld) þegar staðfesting byrjar.

Athugið vel liðin ykkar og fullvissið ykkur um að þetta sé réttur fjöldi manna og að klanfélagar ykkar séu örugglega skráðir í rétt klan.

Passið upp á að félagar ykkar séu ekki skráðir sem klanleysur þar sem sætaskipan er mikilvæg.

Svo hef ég mikla ánægju af að tilkynna að fjöldi skráðra Battlefield spilara rétt í þessu var að ná yfir 100 manns.
——————————————-
89th - OK -
14 Manns skráðir í klan
10 Skráðir í lið.


DEM - VILLA -
9 Manns skráðir í klan.
8 Skráðir í lið.
:Athugið að BF1942 keppnin skarast á við allar aðrar keppnisgreinar og því er ekki hægt að taka þátt í cod á sama tíma.


Fubar - VILLA -
11 Manns skráðir í klan.
5 Skráðir í lið.
:Endilega að fylla liðið sem fyrst svo það verði fullgilt.


GH - OK -
12 Manns skráðir í klan.
10 Skráðir í lið


Fkn!! - OK -
8 Manns skráðir í klan.
10 Skráðir í lið.
:Mix lið, athugið sætaskipan.


Viking - OK -
12 Manns skráðir í klan.
10 Skráðir í lið.


[CP] - OK -
17 Manns skráðir í klan.
10 Skráðir í lið.


[sm] - VILLA -
6 Manns skráðir í klan.
6 Skráðir í lið.
:Endilega að redda þessum 4 sem fyrst.


I'm - OK -
8 Manns skráðir í klan.
10 Skráðir í lið.
:Mix lið, athugið sætaskipan.

——————————————-
Fáein orð um mun á klani og liðum:

Leikir fara fram 10 á móti 10.
Kerfið styður aðeins skráningar 10 manna í hvert lið.
Lið er undirflokkur Klans.
Það geta verið skráðir 25 menn í klan X.
Það gefur þeim rétt á 25 mönnum í sætaskipan og er þeim úthlutað borðaplássi eftir þörfum.

Klan X getur svo skráð lið sem þeir vilja nota til að keppa í greinum.

Til dæmis lið Y og lið Z.

Liðaskráning hefur ekkert að segja með sætaskipan.

Klan Charlie getur þannig mætt með 50 manns.
Skráð Lið Alpha í quake 3 CTF með 5 mönnum.
Skráð Lið Bravo í CS með 5 mönnum.
Skráð Lið Echo í BF með 10 mönnum.
Skráð Lið Zulu í BF með 10 mönnum.
osfrv…

Semsagt:
Skráning í klan er einungis til að sætaskipan sé á hreinu og fólk lendi ekki sitt á hvað í salnum.

Skráning í lið er skráning í keppnisgrein.

Þetta þýðir svo auðvitað líka að ekki er nóg að skrá bara leikmenn í klan. Það þarf einnig að skrá lið útfrá þessu klani svo stjórnendur viti af því að þeir ætli sér að taka þátt í keppnisgreinum.
——–

Ef breytingar hafa verið gerðar eftir klukkan 23 í kvöld þá hafa þær ekki verið teknar inn á þennan lista.
Það besta sem guð hefur skapað er nýr dagur.