Hvernig þessi grein var samþykkt er mér hulin ráðgáta.
Aldurstakmörk, hvort sem þau eru fyrir inngöngu í BF-clön eða inngöngu á Klámmyndahátið Samkynhneigðra, eru sett fram af góðum og gildum ástæðum, og sú helsta er vernd.
Hugmyndin á bak við aldurstakmarkanir er aðallega að vernda þá sem hafa ekki náð nægilegum þroska frá því að skaða sjálfa sig. Það eru til staðir þar sem 11 ára krakkar eiga ekkert erindi. EN, aldurstakmarkanir eru líka settar fram til að vernda fólk, staði og hluti frá smávöxnum óvitum sem halda að þeir sæti engri ábyrgð fyrir gjörðir sínar, kunni litla sem enga mannasiði og geti hagað sér eins og þeim sýnist, án tillits til annarra.
Svo þykir það mér dálítið undarlegt að þú sért að rellast yfir því að fólk telji þig ekki nógu gamlan til að fá að vera með sér í STRÍÐSLEIK, og það mjög raunverulega útlítandi striðsleik í þokkabót! Ekki myndir þú vera að kvarta ef alvöru styrjöld geisaði og herinn sagði þér að þú værir of ungur til að berjast! Mér sýnist foreldrar þínir ekki vera að standa sig í stykkinu við uppeldið á þér.
(Jeminn hvað mér finnst ég vera orðinn gamall allt í einu…)
Þessi grein, og mörg af þeim svörum sem henni hafa borist, gerir ekkert nema styrkja þá skoðun mína að það ætti að setja aldurstakmark á Internetið í heild sinni.