Þeir menn sem hafa verið valdið í landsliðið eiga EKKI að tjá sig um hvað þeim finnst um getu annarra einstaklinga innan liðsins og það allra síst á Public þráðum, Mirc eða á einhvern hátt sem hægt er að hafa það eftir þeim. Við erum lið valina einstaklinga til að vera fulltrúar þjóðar okkar í þessum einstaka leik, svo haugist til að haga ykkur í samræmi við það.
Hvernig haldið þið að það væri hægt að halda út einhverju íþróttalandsliði ef menn væru sífellt að skíta út samherjann?
Ef menn brjóta þessa reglu héðan í frá verða þeir einfalda reknir úr liðinu og aðrir teknir í staðin. (og það er nóg af þeim).
Menn virðast aðeins gleyma einu í þessu. Leikur við sterkt lið eða jafnvel sterkara lið vinnst ekki á einstaklingsgetu, heldur samvinnu þessara völdu spilara og undirbúning, ef þið byrjið á því að skíta yfir þá spilara sem þið ætlist samvinnu frá hvernig haldið þið að það gangi?
Elskið friðinn og strúkið kviðinn.
Kveðja Kristján - ice.Alfa