Mín skoðun er sú að varðandi val í landslið þá ættum við að fara ekki ósvipaða leið og alvöru landslið gera.
1. Finna liðstjóra / þjálfara. Legg til að leaderar í alvöru klönum landsins kjósi um þetta.
Fyrirgefið ef ég er að gleyma einhverjum
DAK, CP, 89th, I'M, FUBAR, fkn, GH, Viking
Hvert lið raðar upp fyrsta val annað val þriðja val.
Fyrsta val gefur td 15 stig annað 10 þriðja 5
Sá sem fær svo flest stig verður General.
Einfalt ekki satt. Má jafnvel byrja á því að tilnefna 10 manna lista hér á Huga til þess að einfalda valið. þá yrði það þeir 10 sem fengu flestar tilnefningar og væri til í slaginn sem væru í boði.
2. þegar liðstjórinn er kominn velur hann einhvern sem hann treystir sem cogeneral.
3. Síðan tilnefnir hvert lið sem ég taldi upp hérna að ofan 4-5 einstaklinga sem þeir telja besta. Það er síðan hlutverk liðstjóra að velja úr hverju sinni og æfa á server með þessu fólki.
Þessa leið tel ég heppilegri heldur en að fólk sé að rífast um hver sé bestur í þessu eða hinu.
Ef það eru svo einhverjir sem eru klanlausir um þessar mundir væri möguleiki að liðstjórinn fengi 1-2 wildcard sem hann persónulega gæti valið inn í hópinn.
Mitt innlegg. Áfram Ísland