Ég er með hugmynd. Eins og flestir vita gengur leikurinn oftast, ef ekki alltaf, þannig fyrir sig að það er hver maður fyrir sjálfan sig. Það eru aldrei nokkrir í hóp ( ég er ekki að tala um að þeir séu svo þétt upp við hvorn annann að Mig geti stútað þeim öllum með einni sprengju).
Hvað ef að menn myndu nú taka sig til og setja saman litlar 3 manna sveitir?

Dæmi: Í Flaming Dart held ég að 3 menn, einn með SA-7, annar með RPD og þriðji með SVD gætu valdið miklum skaða ef að þeir væru saman í einni léttri sveit og gætu léttilega varið eitthvað ákveðið svæði.

Dæmi2: Í Operation Hastings gæti annað dæmi um svona sveit verið
RPG-7, RPD og Mortar. Þetta yrði létt varnar/árásar-sveit.

Plís, ekkert skítkast enn mér þætti vænt um að fá fleiri hugmyndir að samsetningu sveita.
For in that sleep of death what dreams may come.