Ok, ég skal endurorða þetta allt saman, ykkur til handa:
Þið eruð með skítkast og leiðindi í garð I'm (þó eflaust hafi nú einhver partur af því einungis verið til gamans gerður). Þið montið ykkur yfir því að Gung-Ho sé betra klan heldur en I'm vegna þess að þið unnuð okkur í einhverju aumu æfingarskrimmi.
Áður en ég held lengra áfram, vil ég taka skýrt og greinilega fram, að það sem hér að ofan er ritað, pirrar mig ekki sérstaklega, enda tel ég mig meiri mann en svo, að láta þetta á mig fá.
Síðan ákveðum við barasta að endurtaka leikinn og skipuleggjum okkar á milli æfingarskrimm núna í síðustu viku. Allt er klappað og klárt, þangað til að við í herbúðum I'm fáum þær fréttir, u.þ.b. 2 klst. fyrir skrimmið, að þið tveir séuð farnir í “BF Frí” og því verði ekkert úr skrimminu. Þetta náði nú aðeins meira til mín, enda tel ég það sjálfsagðan hlut að menn mæti í þau skrimm sem þeir hafa skuldbundið sig í, og ef klanið sem skrimma á við hefur ekki færi á að manna í lið, þá viðurkenni það þá staðreynd, og sé ekki með svona kjaftæði.
Síðan sýður all-duglega upp úr, þegar við sjáum ykkur svo í fullu fjöri í BFV daginn eftir, og svo í '42 um helgina. Það er því þrennt sem ég er að biðja um:
1) Mér þætti vænt um að fá útskýringu á þessu blessaða BF fríi ykkar, enda finnst mér furðulegt að það feli einungis í sér eitt kvöld án BF. Eða hvað?
2) Ef, sem mér finnst nú líklegra, þetta var bara eitthvað bull sem þið félagar spunnuð upp, vegna þess að þið gátuð ekki mannað í lið, þá væri nú bara fínt að þið viðurkennduð það, og binduð enda á þessa lönguvitleysu sem þið byrjuðuð á núna í síðustu viku.
3) Ég tel virðingu ekki vera eitthvað sem maður vinnur sér inn fyrir. Virðing er sjálfsagt viðmót sem menn sýna náunga sínum, burtséð frá tenglsum þeirra á milli, eða atburðum sem á undna kunna að hafa gengið. Og ég veit ekki með þig, Lexington, en ég tel það fyrst og fremst óvirðingu að vera ekki þar sem maður hefur skuldbundið sig að vera, hvort sem er í “raunverulega” heiminum, eða tölvuheiminum. Þó kemur það stundum fyrir, eins og ég segi hér að ofan, að menn sjái sér ekki fært að standa við skuldbindingar sínar, og þá tel ég það sjálfsagt að menn komi með réttmæta afsökun fyrir því. Ekki eitthvað svona kjaftæði, sem að því er virðist, á sér enga stoð í raunveruleikanum.<br><br><font color=“blue”>Battlefield 1942</font> - <b>[I'm]Jolinn</b>
<font color=“red”>Battlefield Vietnam</font> - <b>[7k$m]Jolinn</b>
<font color=“green”>Call of Duty</font> - <b>[Blitz]Jolinn</b>
<i>I wouldn't venture out there, fellas. This sniper's got talent!</i
Já, sammála þessu Binni…kannski ekki rétti staðurinn til að tala um þetta en hey, þeir eru þó allavega hér :)
Sko, auðvitað eru til tvær hliðar á þessu tracki. Eins og áður hefur komið fram þá er þetta ágæt leið fyrir ný klön til að skoða menn. En ég er hinsvegar ósammála því að þetta gefi manni ágætismynd af því hvar maður stendur gagnvart öðrum spilurum.
Dæmi: Jonni Kojak er engineer í Kursk og í byrjun leiks tekur hann jeppa, nær öðru flagginu, tekur út tvo skriðdreka og 3 infantry einn síns liðs, áður en hann deyr…7-5-1 í skori ekki satt?
Dabbi Jumanji dó í byrjun eftir að hann komst að því að umferðarslys gerast ekki bara í Reykjavík. Hann spawnar síðan á beisinu sem vinur okkar hann Jonni náði, tekur skriddarann og fer að spawncampa. Þar keyrir hann um, drepur mann og annan þangað til hann deyr loksins…kominn með 22 kills eða 22-22-2 í skori.
Hvor þeirra er í raun og veru betri leikmaður?
Auðvitað veit ég að það er síðan reiknað inn í þetta “heildarskor” hversu mörg flögg menn taka og teamkill o.s.frv.
En persónulega finnst mér þetta ekki gefa rétta mynd af stöðu manna í leiknum. Það skiptir mig samt engu máli, ég er alveg til í þetta , ekki misskilja mig…ég er bara að pæla í gaurum sem eru ekki búnir að vera í þessu lengi og sjá síðan trackið sitt og hugsa…sjitt, ég þarf að bæta skorið mitt…síðan fara þeir á Simnet og spawncampa eins og synir Njarðar, þangað til að skorið batnar.
Þannig að já, ég er alveg til í þetta, bara að menn pæli aðeins í þessu þegar og ef þetta kemst á :)
P.S. -allar persónur í dæmisögunni hér að ofan er skáldskapur. Ef einhver hefur sama nafn eða nafn sem svipar til þessara, er það einungis tilviljun.-(Síðast var ég lögsóttur eftir svona þannig að ég þorði ekki öðru en að gera þetta svona…)<br><br>[I'm]Kim Larsen
0
Ég er mjög svo sammála þér KimLarsen!
Gott að einhverjir geta tekið sjónarmið báðu megin borðsins! (respect!)
BFtracks segir hálfa söguna af spilamennsku en það er þó skárra að fá hálfa heldur en enga:P Ef að menn vilja fá alla þá er hægt að fylgjast nánar með spilaranum.<br><br><i>Virðingarfyllst.</i>
<b>Battlefield 1942 - [Gung-Ho]Skuggasveinn </b>
<b>Battlefield Vietnam - Apoc Skuggasveinn </
0