Jæja eftir gott fjör í heila viku með server fyrir moddið Interstate 82, þá hafa vinsældir þess dalað undanfarna daga svo við ákváðum að setja Desert Combat moddið aftur upp á servernum okkar BaD manna. Við erum búnir að búa til okkar map pack installer með helling af aukaborðum sem við munum keyra á okkar server í framtíðinni þar til Desert Combat 0.8 kemur út.
Við skorum á alla sem spila Battlefield 1942 að prufa Desert Combat og ná í map pakkann okkar á heimasíðu okkar og spila með okkur á BaD servernum. Þessi 13 nýju borð eru mörg hver alveg frábær í spilun.
Kíkið á www.badclan.net (allt download er innalands)
farið á http://static.hugi.is/games/bf1942/mods/Desert_Combat/
til að ná í DC moddið
Killer kveðjur
Chemical