Ég hef verið að spila Battlefield Vietnam í tvo eða þrjá mánuði núna, er ekki alveg viss með tímann. Í fyrstu var ég bara á erlendu serverunum en svo var mér sagt frá þeim íslensku og hvar ég gæti fundið slóðirnar þangað, semsagt á huga.is.

Ég kíkti því á þá og byrjaði á því að spila á skjálfa serverunum sem gekk bara vel. Var ávallt með mjög gott ping og leikurinn gekk bara mjög vel fyrir sig. Svo allt í einu gat ég aldrei komist inn á skjálfta serveranna en það var í lagi því ég komst inn á fjórða serverinn sem er einungis skilgreindur með ip-tölu sinni á listanum. Sá server gekk bara vel fyrir sig.

Núna gerðist það í gær (Fimmutdegi) að ég komst ekki inn á hann. Það kemur ávallt “failed to connect to server.” Ég er að biðja um smá hjálp hérna því ég veit ekki af hverju þetta getur verið að gerast. Ég er búinn að setja allar viðbætur við leikinn og er hann því núna 1.02.

Ég virðist bara lenda í þessu með þessa fjóra innlendu servera sem er mjög leiðinlegt því ég hef ekki efni á því að spila þennan leik á erlendum server og sanka að mér einhverjum gigabytum í erlent download.

Hefur einhver hér lent í svipuðum vandræðum og gæti sá hinn sami kannski bent mér á það sem er að?

Annars þakka ég fyrir lesturinn.

Rock on.

Greatness.