“Þann 6 júní 1944 hófst inrás Bandamanna á Normandy, þessi dagur var kallaður D-dagurinn. Þó inrásinn hafi verið að mestu leiti framkvæmd af landherjum þá spiluðu sjó- og flugherir stórt hlutverk í henni. Flugher Bandamanna bar þrjár herdeildir fallhlífahermanna til bardaga, verndaði sjóherinn á meðan hann silaðist yfir Ermasundið og hélt uppi árásum á mikilvæg skotmörk bæði fyrir og eftir landgönguna. Meira en 5.000 skip – frá orustuskipum niður í lendingapramma báru árásarliðið og fylgdu að strönd Normandí. Þegar árásarherinn var svo lentur veitti sjóherinn mikilvæga aðstoð með sprengjuregni á meðan landherinn hélt upp strendurnar.
Á fyrstu stundum árásarinnar hentu meira en 1.000 flugvélar fallhlífahermönnum út til að tryggja báða enda strandlengjunnar, á meðan landaði sjóherinn yfir 130.000 hermönnum á strendurnar fimm sem lágu eftir Normandí strandlengjunni á milli Orne árinnar og Contentin Peninsula. Á austari hluta Normandí lentu Bretar og Kanadamenn á Gold, Juno og Sword ströndunum. Bandaríkamenn lentu á tveimur ströndum á vesturhluta Normandí, Utah og Omaha. Þar sem Bandamenn stigu á land tóku þeir fyrstu skref sín í átt að sigri í Evrópu.
Lending fyrstu og tuttugustu og níundu fótgönguliðadeildar Bandaríkjahers var miklu erfiðari en búist hafi verið við. Þegar fyrsta bylgjan lenti klukkan hálf sjö að morgni, þá komust menn að því að stórskotaliðs árásir sjóhersins og sprengjuregn flughersins höfðu ekki linað varnir Þjóðverja eins og búist hafði verið við. Þeir lentu í miklum vandræðum með fjöru hindranir og lágu undir vélbyssuhríð frá virkjum Þjóðverja sem gnæfðu yfir ströndina í allt að 60 metra hæð. Iðrásarliðið varði því mestum tíma D-dagsins í fjöruborðinu á Omaha.
Á miðjum morgni D-dagsins hafði Omari Bradley yfirmanni herafla Bandaríkjamanna verið gefin svo dökk mynd af ástandinu á ströndinni að hann velti fyrir sér að afturkalla allt lið sitt. En þegar útlitið var sem dekkst þá kom upp hugrekki og frumkvæði í leiðtogana á ströndinni, einn þeirra sagði við menn sína að það væru aðeins tvær gerðir af mönnum á ströndinni, þeir dauðu og þeir sem að ættu eftir að deyja, þannig að það væri best að koma sér upp af þessari strönd. Og það var nákvæmlega það sem menn gerðu.
Hægt og rólega, fyrst einn og einn maður og síðar í hópum byrjuðu hermenn að fikra sig upp sundurskotna ströndina. Studdir vel af fallbyssum skipa sem sigldu hættulega nálægt ströndinni. Bandarískir fótgönguliðar náðu yfir ströndina og síðar upp að virkjum Þjóðverja. Í lok þriðja dags hafði V-herdeild þeirra hrakið Þjóðverja lengra inn í landið. Bandamenn höfðu þar með náð tangarhaldi á Normandí ströndinni og voru þegar byrjaðir að gera áætlanir um næsta skref. ”
Ps Þetta var á 89th síðunni gömlu svo að ekki fara í neitt skítkast út í mig
<br><br>BF1942:[CTX]GEN.Xander
ET:[T.H]Xander
We Stand Alone Togethe