Neinei.. fyrsti apríl :)
En til að vega upp á móti sektarkenndini kem ég með aðra gómsæta uppskrift…
Súkkulaðikaka :)
1,3 dl maísolía
4 egg
2 ½ dl sykur (gjarnan dálítið af púðursykri eða eingöngu púðursykur)
2 ½ dl hveiti
1.3 dl kakóduft
1 tsk lyftiduft
1 tsk sódaduft
1.3 dl súrmjólk eða sýrður rjómi
1 tsk vanillusykur
ögn af kanil
1. ofninn á 175°
2. þeyta saman egg, olíu og sykur -> ljóst og létt
3. blanda saman þurrefnum, sigtað saman við blönduna og súrmjólk saman við. Hrært þar til samlagast.
4. Hellt í smurt form. bakað neðarlega í ofni í 45 mín
Kökukrem.
100 gr suðusúkkulaði
2 msk rjómi
30 gr smjör
Smjörið látið bráðna, súkkulaði bætt í og rjóma hrært saman við.
<br><br>Admin á <a href="http://www.hugi.is/bf/“>Battlefield 1942</a>
<i><a href=”mailto:birgir@hreimur.is">~Email</a></i