Rakst inn á athyglisverða umræðu um daginn inni á Official heimasíðu leiksins.
Þar voru menn að tala um hvort ætti að leyfa það að menn gætu hoppað í fallhlífum út úr þyrlum í tíma og ótíma. Margir vilja meina (og finnst mér þónokkuð til í því) að með því að hafa það, sé verið að draga svolítið úr því hvernig alvaran var. Þar þurftu menn að lenda þyrlum með skothríð úr öllum áttum o.s.frv.
(Ég veit að raunveruleikinn er ekki beint til fyrirmyndar í Battlefield en hey…svona var þetta nú bara! =))
En á móti kemur að í Bf-1942 voru fallhlífar eitt af einkennum leiksins og m.a. eitt af því sem gerði hann svo skemmtilegan. (þrátt fyrir að það væri óraunverulegt!)
Einnig spilar það náttúrulega inn í að ef óreyndir leikmenn taka þyrlu fulla af gaurum og vita svo ekki alveg hvað snýr fram og hvað snýr aftur, þá gætu margið orðið eylítið reiðir :)
Ein ansi snjöll hugmynd sem einhver kom með var sú, að þetta ætti að vera serverstilling. Admins gætu þá slökkt á fallhlífum hjá venjulegum gaurum en flugmenn hefðu þetta samt sem áður, aðallega flugvélamenn því að eins og EOD er held ég með (Vietnam mod fyrir Bf-1942), þá geturðu reynt að brotlenda þyrlu sem er skotin niður.
Hvað finnst mönnum almennt um þetta? Ég styð persónulega eindregið að í fyrstu pötchunum sem koma með leiknum verði þetta orðið að serverstillingu, ekki endilega til að nota mikið á public, aðallega í mótum eins og Clanbase þar sem ég tel þetta auka enn meira á raunveraleika leiksins og jafnframt skemmtanagildi, þar sem þetta gerir enn meiri kröfur til leikmanna.
Endilega segið ykkar skoðanir…<br><br>[I'm]Kim Larsen
-Rakari í litlum bæ fylgir eftirfarandi reglu:
Hann rakar alla sem ekki raka sig sjálfir. Rakar hann sig?
Ef hann rakar sig sjálfur þá rakar hann sig ekki samkvæmt reglunni og ef hann rakar sig ekki sjálfur þá rakar hann sig samkvæmt reglunni!-