Fyrir ekki svo löngu “kannski 5-6 mánuðum síðan” þá var þessi umræða í gangi, og tók ég þá eftir því að nokkrir hátt skrifaðir eða vel metnir spilarar “ætla ekkert að fara að nafngreina þá ” töluðu um að það tæki alltof langan tíma að skrifa SRY ef þeir teamkilluðu og fannst það bara óþarfi þar sem það var bara alveg augljóst að þeir hefðu gert það óvart.
Auðvitað sér það hver heilvita maður að það er ekkert mál að skrifa SRY ef maður teamkillar, flest allir skrifa mikið meira þegar þeir sjálfir verða fyrir teamkilli.
Þetta á að sjálfsögðu ekki við um alla spilara því allflestir viðhafa þeir afbragðs hegðun sem gerir þetta samfélag með þeim skemmtilegri.
Þar sem nýliðar í leiknum fylgjast með þeim sem eru góðir og eru áberandi í spilun, hljóta þeir að verða fyrir áhrifum frá þeim.Ef við viljum ekki halda þessu á einhverju CS plani eins og margir kalla það þá verðum við að viðhafa almenna kurteisi.
Prívat og persónulega finnst mér það sína munin á góðum og slæmum spilara, hvort hann biðst afsökunar ef hann verður valdur að teamkilly.
Ætla þá ekki að hafa messuna lengri. :)
Góða spilun.