Ég er nú einn af þeim sem finnst yfirburðir flugvéla, tala nú ekki um ef hún er í höndunum á góðum flugmanni, alltof miklir. Mér finnst hinsvegar ekki rétt að takmarka view úr þeim, það er ekki lausn á vandamálinu eins og ég sé það.
Vandamálið er nefnilega ekki yfirburðir flugvélanna, heldur flugmennirnir sjálfir. Ætla nú ekki að nefna nein nöfn hérna, en þeir mega taka þtta til sín sem vilja.
Góðir flugmenn hafa frá upphafi spilunar á simnet hópast saman í sama liðið og það er vandinn, ef þeir hefðu það í sér að keppa um yfirburði í lofti frekar en að hópast saman og slátra öllu á jörðinni(og í lofti) þá væri þessi leikur allt annar.
Þetta gildir um allar hliðar leiksins sama hvort sem er jöfn lið( í fjölda eða getu) eða það sem ég var að minnast á hérna áðan.
Það er alltaf hægt að setja reglur um hitt og þetta, stilla serverinn á ákveðinn hátt eða hvað annað sem mönnum dettur í hug. Það er bara ein leið til að gera þennann leik sem skemmtilegastann fyrir flesta(og þar með fá fleirri til að spila) og það er að menn taki sjálfir ábyrgð á því sem þeir gera og fari að hugsa um meira en eiginn rass þegar þeir spila á public.
[JAMMA]Maj.Neo