Ég þakka góðar undirtektir og það kemur mér ánægjulega á óvart hvað svör ykkar eru málefnaleg.
Fyrirbærið nosecam er þannig að þú sérð óhindrað út um myndavél á nefinu á flugvélinni. Á skriðdrekum er bara smá gluggi sem maður sér út um og mér finnst það eðlilegt enda nota ég aldrei þessi view aftaná, framaná og allt það.
Ég held að það sé bara skemmtilegra að hafa leikinn aðeins raunverulegri enda voru hvorki flugmenn né aðrir með nosecam í seinni heimsstyrjöldinni. Þetta gæti bætt gameplay held ég ?
Þegar ég byrjaði að spila BF þá einhvernvegin hélt ég að flugvélar væru stilltar á nosecam til að menn gætu æft sig og lært á leikinn en datt ekki í hug að þetta yrði leyft í keppnum.
Til dæmis var free-cam líka leyft í fyrsta Þursinum en nú er eðlilega búið að taka fyrir það í keppnum.
Deadman, ég er að koma með þessa umræðu núna nokkrum dögum eftir Smell, ekki nokkrum dögum fyrir….
Volrath ég er að tala um að fleiri geti skemmt sér og skipt máli í keppnum en flugmennirnir. Það er að flugmenn skipti alltaf máli en aðrir kannski smá líka ?
Horfið á dæmið svona, hvernig þætti ykkur að sjá skriðdreka svífandi um með alveg óhindrað útsýni í allar áttir nema með 4x öflugri skot ? Sanngjarnt ? Skemmtilegt ? held ekki……
Þakka lesturinn og þakka þér fyrir að íhuga þetta.
Ég veit og skil að flugmenn eru ekki hrifnir af þessu en það eru fleiri að spila………
<br><br><b>[89th]GEN. Voldemort</b>
<i>Áður Friendly.</i>
<font color=“#0000FF”><a href="
http://89th.fortress.is">
http://89th.fortress.is</a>
<a href=“mailto:boba@simnet.is”>boba@simnet.is</a></font