Sælir
Mér datt hug að skrifa smá leiðbeiningar um hvernig maður fer af því að halda utan um klan. Það virðist gerast æ oftar að ný klön koma fram og endast stutt. Síðan áttaði ég mig á því að ég hef náttúrulega ekki hugmynd um hvernig þetta er gert :(.
Held þó að brennandi áhugi og fórnfýsi séu þeir kostir sem góður klan stjórnandi þarf.
Man bara þá erfiðu tíma þegar CP var að slíta barnskónum, þannig að ég hef mikla samúð með þeim drengjum sem reyna að standa í þessu. Væri ekki upplagt ef einhver mér fróðari í þessum málum enda margir sem spila BF sem hafa góða reynslu í þessu, skrifuðu aðeins um þetta svo menn hefðu eitthvað til þess að miða við. Ekki síst þannig að þeir sem út í þetta fara áttuðu sig örlítið á því hvað þeir væru í raun að fara út í með stofnun klans. Því þetta er svolítið mál ekki satt.
Gaman væri að fá skoðanir manna á því hvaða form t.d. hentar best. Sum klön t.d. hafa ranking dæmi en önnur ekki.
Kveðja [CP] Yank
Ps ég er að reyna að koma á stað vitrænni umræðu um þessi mál takk