patch 1.5 hefur enn verið frestað, og engin sérstök tímasetning hefur verið gefin fyrir hvenær hann kemur eiginlega út. Samkvæmt official BF síðunni eru þeir að vinna í því að laga þessa cd swap bögga (að geta keyrt BF classic með RTR eða SW í cd drifinu) auk þess sem þeir eru að vinna í því að laga lagg vandræði sem komu með 1.45 patchinum.
Phillipine Islands mappið er samt víst tilbúið, en þeir gefa engar upplýsingar um hvenær það kemur út (þó svo að það megi áætla að það komi á sama tíma og 1.5). Mappið lítur mjög vel út, og eiga að koma 2 ný vopn (engie rifflar fyrir japana og us) 2 ný faratæki (patrol boats fyrir US og japani) og skins fyrir US marines. S.s. nóg að hlakka til þar :)
Við verðum víst bara að vera þolinmóðir og bíða í einhverja daga í viðbót, en það má gera ráð fyrir því að þetta komi allt einhvern föstudaginn (þar sem síðan er uppfærð á hverjum föstudegi í viku).
HF soldiers, og biðjið til stríðsguðanna að þetta komi nú fljótlega!