Ok ok ég startaði þessum pósti því mér fannst þetta fyndið, að borga 2.5oo fyrir ekki neitt en núna hefur hann tekið þá stefnu að Skjálfta liðið (ekki neikvætt, veit ekki hvað annað ég á að kalla ykkur, starfsfólk er það kannski betra?) er komið í einhverja vörn og farið að réttlæta gjörðir sínar. Ekkert nema gott um það að segja að ræða um skjálfta enda hefur hann gert margt gott fyrir leikjamenninguna hérna á landi, en eins og allt annað mál alltaf bæta sig.
Tilvitnun í enn;
,,Ég vil taka dæmi um keppni sem við ætlum að gera vel við, Warcraft 3. Síðast mættu 14 lið til leiks og til að gera vel við þann hóp er keppt í honum á stjörnuskjálfta til íslandsmeistartitils og farandbikars.”
,,en í ljósi fyrri reynslu var ekki talið líklegt að mörg lið myndu mæta og sýndi mæting á Smell það - en það mót þótti nú kynnt með góðum fyrirvar, auglýst í sjónvarpi hvorki meira né minna - og með ágætis verðlaun, þótt hún kosti ekki nema 40.000 án vsk, að um 6 lið mættu (eða 8?).”
Held ég að það séu einungis 2 menn séu í W3 liði, þannig að það mættu 28 einstaklingar á skjálfta að spila þennan flotta leik. En það eru 10 mann í hverju BF liði, þannig að ef það mættu 6 lið á smell, mættu 60 manns að spila BF. Þannig að tel ég þetta ekki réttmætan samanburð. Lítur vel út að segja að 14 lið mættu, en í raun mættu miklu fleira að spila BF (að gefnum forsendum að 2 séu í liði í W3, því miður er ég ekki alveg viss um það)
BF sker sig aðeins út frá hinum leikjum sem eru spilaðir á Skjálfta, þar sem liðin eru miklu stærri en í örðum leikjum. Q3 er t.d. 1on1 og held ég 3on3, CS eru með 5 manna lið, en til að það verði gaman að spila BF þarf alla vegna 10 mans, helst 12. Útfrá þessu þarf kannski að nálgast BF út frá örðum forsemdum en hina leikina, því það er mun auðveldara að smala saman 5 manna liði heldur en 10 manna. En þetta virðist skjálftastarfsfólk ekki átta sig á. Hvað á að gera til að fá BF lið til að mæta, hef ekki hugmynd en kannski ættuð þig að talið við Smellgaurana, náðu að hóa í 6 lið sem er býsna gott 
e.s. ekkert diss í gangi, bara að ræða hlutina og reyna að gera góða hluti betri <br><br>[CP] Vasquez
“Skoðanir mínar eru mínar eigin og endurspegla ekki skoðun <a href=”
http://www.shopping.is/clanCP/“>CP</a> klansins í heild”