Margt bendir til þess að tölvuleikurinn um síðari heimsstyrjöldina, “Battlefield 1942,” sé að verða vinsælli en “Counter-Strike” en sá leikur hefur um langt skeið borið höfuð og herðar yfir aðra tölvuleiki sem spilaðir eru á Netinu. Politiken í Danmörku segir að upplýsingar frá 119 Netkaffihúsum í Bandaríkjunum, sem iGames.org safnar saman, leiði í ljós að annan mánuðinn í röð hafi “Battlefield 1942” vinninginn í vinsældum. Danska blaðið bætir við að enn sé “Counter-Strike” vinsælli meðal Dana en leikurinn frá síðari heimsstyrjöldinni sæki stöðugt á. Svipað mun vera uppi á teningnum hér heima, að því er heimildir ATV herma.