Kæru clanmembers.
BF menningin á Íslandi er á leiðinni í hundana. Nýjir leikmenn kunna ekkert á leikinn, eða hvernig maður hagar sér í honum, og ganga því um allt tkandi (viljandi eða óviljandi) stela tanks, flugvélum og jeppum og eru með sóðakjaft.
Hingað til hefur mér fundist mjög mikið um það að þeir sem eiga að bera þroska og aldur til (aðallega clan-meðlimir) taki á þessu með því að fleima fólk, vera með ennþá meiri kjaft á móti eða hóta kicks/bans á viðkomandi leikmenn.
Ég legg til að þeir sem eru í klönum, og hafa spilað leikinní lengri tíma en 2 mínútur taki sig saman í andlitinu og H J Á L P I nýjum leikmönnum, leiðbeini þeim um “óskráðar” hegðunarreglur á serverum, bendi þeim vinsamlega á þegar þeir eru að gera einhver núbba mistök og hætti að öskra OMFG SKÍTUGA NOOB DRUSLA í hvert skipti sem einhver gerir eitthvað vitlaust.
Því miður er það svo, að margir virðast líta á sig sem einhverskonar guði því þeir eru með clantagg fyrir framan nikkið sitt, og þessvegna viti þeir allt best og séu óskeikulir með öllu. Þetta er ekki raunin. Við clanmembers gerum oft mistök, tk-um óviljandi, eða gerum einhverja tóma vitleysu.
Ég legg því til að í staðin fyrir að hrópa einhvern ósóma á símnet næst þegar einhver byrjandi er að gera einhverjar gloríur, að fólk taki sér tíma til að benda viðkomandi á vitleysur sínar, benda þeim á korkana á huga, spjallrásir á irc og heimasíður clana, þar sem hægt er að komast inní menninguna (og á sama tíma læra hvernig á að hegða sér)
BF er ekki bara fyrir clanmembers, hann er líka fyrir byrjendur og “skítuga núbba” :D við eigum ekki símnet serverinn einir ;)<br><br>“Hip Hip Barbabrella!!”
[89th]MAJ. Pyro