Útskýring: Ef það er aðeins saksóknari en enginn verjandi í dómsmáli þá á kauði lítinn sjens.
1. Segjum að Benjamín (eða eitthvað nafn) sé að keppa fótboltaleik með Þór gegn andstæðingunum og erkióvinum, K.A. . Í miðjum af hörkuspennandi leik þessara liða þarf Benjamín að skipta um treyju og keppa fyrir andstæðinginn, slíkt fjarlægir keppnis- og sigurvilja. Þetta er nákvæmlega eins með Battlefield 1942.
2. Omaha Beach er þokkalega ómögulegt með autobalance býst ég við.
3. Dæmi: Undirritaður var á Wake Island áðan í USA. Invisigoth var Japani í bát og að reyna ná ströndinni, ég kastaði einum 7 grensum að bátnum, þegar ég kastaði 7. handsprengjunni var ég drepinn, af öðrum aðila, og skipti samstundis um lið vegna autobalance, svo drepur 7 handsprengjan Invisigoth og ég fæ teamkill fyrir! Hversu rangt er það!? Eftir að hafa beitt þvílíkri snilli við að skemma bátinn og loksins springur hann eftir að ég dey, þá er manni verðlaunað með “lambinu gráa” (mínus stigi). Vitleysa.
Ég gæti búist við því að þetta sé algengt í Berlin og Stalingrad þar sem það er mikið um grensur þar.
Ath að ég er bara búinn að smakka simnet með autobalance í skamma stund og hef ekki gert mér fulla grein fyrir því hvort það borgi sig að hafa autobalance. En ég held að við séum betur staddir án þess.<br><br>Recycle, Stay in School and Fight the Power!
[I'm]Sunshine
Recycle, Stay in School and Fight the Power!