Það er nú nokkuð til í þessu hjá þér. Það er hópur sem ekki áttar sig á því að þetta er hópleikur, þar sem samvinna ræður úrslitum í leiknum. Þeim er líka alveg sama þótt þeirra lið tapi leiknum bara ef þeir ná góðu skori. Fara jafnvel 10 sinnum á dag inn á BF Tracks live til að sjá hvert skorið þeirra er.
Nú veit ég ekki hvort þú ert í klani en flest klön eru á TS þegar þau spila á simnet og vinna saman sem cellur. Ég verð þó að viðurkenna að það kemur fyrir að ég hugsa einungis um það hvernig ég er að spila og gef skít í liðið. Gerist ekki oft en kemur þó fyrir. Það er þó mjög gaman að svara kalli frá samherja um hjálp koma svo og bomba tank sem leiðir til þess að hann nær flaggi. Kannski ef menn þökkuðu meira fyrir þá hjálp sem þeir fá þá kannski væri meira um slíkt. Ég hafði gefist upp á simnet fyrir ekki svo löngu en það gerist þó æ oftar að maður sér góða samvinnu milli manna á simnet, þetta er ekki allt slæmt, enda myndi maður varla þá nenna þessu tugi klukkustunda á mánuði.
Simnet er ekkert annað en leikvöllur fyrir börn og fullorðna maður verður bara að sætta sig við það. Hef verið að fikt við að að prufa aðra servera erlendis. Grasið er sko ekki grænna þar.
Bara smá hugleiðingar eftir að hafa lesið þenna póst.
Góða helgi [CP] Yank