Mér leyst nú ekkert á það þegar ég heyrði að EA ætlaði að gefa út nýjan aukapakka fyrir Battlefield 1942, eða BF 1942-Secret Weapons, eins og flestir vita e.t.v. Svo var ég núna áðan inni á heimasíðu leikjarins og kíkti á official videoið og ég verð bara að viðurkenna að þetta er andsk…flott! Öll nýju tækin eins og t.d. Tiger dreki með þessari skipabyssu og Sherman dreki með eldflaugabyssu og ég veit ekki hvað og hvað hljómar nú hálf óraunverulegt og…tja, hálf asnalegt kannski en þetta var víst allt til eða í.þ.m. á teikniborðinu. Ég legg því til hér og nú að menn kynni sér þennan leik svolítið og gefi honum máski séns þegar hann kemur út. Nú veit ég að margir keyptu sér Road to Rome og fengu ekki beinlínis mikið fyrir peningana sína(Ég var sem betur fer ekki einn af þeim)en ef að fólk fer ekki að bomba einhverju fáránlegu prísi á þetta, þá er ég meira en tilbúinn til þess að kaupa þennan aukapakka ef að einhverjir munu spila hann. Þá náttúrulega vantar server fyrir greyið og þar sem hann mun koma út í haust þá legg ég til, með fullri virðingu fyrir áhugamönnum um Desert Combat, að Fortress serverinn verði notaður fyrir Secret Weapons.
Þetta er allavega mitt álit og endilega komiði með ykkar en ég held persónulega að þessi aukapakki gæti verið dálítið sniðugur, sérstaklega eftir að ég sá að það er mótorhjól í honum með aukavagni sem er “fittuð” með MG-42 vélbyssu(Fyrir fáfróða þá er þetta eins mótorhjól og er t.d. í Indiana Jones myndunum) Og svona að lokum þá er ég mjög spenntur fyrir þessum commando gaurum sem bætast í hópinn. Þeir gætu gert gúddí hluti :)
[I'm]Kim Larsen