Í mínum huga er BF1942 hinn fullkomni tölvuleikur. Það er mjög erfitt að fá leið á honum og gallarnir eru fáir ef einhverjir. Netspilunin í honum er frábær en þó er tvennt sem betur mætti fara.
#1. Mér finnst virkilega pirrandi að allir sem eru dauðir geta skoðað sig um að vild. Ég spila yfirleitt sem sniper og mér finnst mjög hvimleitt að þegar maður hefur drepið einhvern má maður búast við að fá rýting í hnakkann sökum þess að viðkomandi hefur bara skoðað sig eilítið um og fundið þann sem drap sig. Þetta er fremur asnalegt þar sem það mesta sem dauðir menn geta hreyft sig eru dauðakippir.
Einföld lausn: Afnema af simnet servernum að það sé hægt að skoða sig um þegar maður er dauður.
#2. Hvert borð kemur tvisvar. Það er reyndar bæði gott og slæmt. En ef ég fengi að ráða þessu kæmi hvert borð aðeins einu sinni í senn. Ég tók mig til um daginn og ákvað að tékka á því hversu lengi það tæki að klára heilann hring. Ég byrjaði galvaskur á hádegi á sumardaginn 1. (þeir sem spiliðu þann dag muna kannski eftir fjöldanum sem var inni) og var ekki búinn fyrr en um klukkan þrjú um nóttina. Miðað við þetta fær hvert borð að meðaltali 56 mín á dag (16 borð / 900 mín). Ég myndi frekar vilja tvö borð á klukkutíma heldur en eitt.
Einhverjir sammála?<br><br><a href="http://kasmir.hugi.is/Hvati">Honda Civic 1500 LSi VTEC til sölu</a