Eins og flestir hafa tekið eftir hefur fortress Battlefield þjóninn verðið í hálfgerðu lamasessi undanfarið og ekki verið uppfærður sem skildi.
Nýjir admin-ar hafa tekið við að sjá um fortress en það eru [CP]Benjamín Dúfa og [CP]DEAD MAN WALKING. Það var hugmynd mín að keyra Desert Combat í einhvern tíma á þessum þjón auk þess að setja 3rd party möpp á hann.
Það er augljóst að það er engin þörf fyrir “original” Battlefield eða Road To Rome servera svo við ákváðum að þetta yrði lausnin. Vona að menn taki vel í hana. Við sáum þennan server fyrir okkur sem ágætis leið til að geta keyrt önnur MOD eða önnur ný borð til reynslu. Það hafa komið ótal ný borð og MOD út fyrir BF og mörg eru þau þræl skemmtilega þrátt fyrir að sum séu reyndar ekki alveg fínpússuð. Desert Combat er t.d. eitt þeirra sem er komið ágætlega á leið.
Eins og flestir sem prufað DC hafa fundið er leiðinlega mikil munur á vopnum á “AXIS” og “ALLIED” útleggist í dag sem “AXIS OF EVIL” og “OLÍUBARÓNAR HF” :) Þetta mun lagast töluvert í næstu útg DC 0.3 sem mun hafa nýja Hind árásarþyrlu í Axis og Allied fær AC-130 gunship(alltaf fá allied allt fjörið). Sú útgáfa er að koma út á næstu dögum. En það er best að tala sem minnst um DC því þá fara menn að kvarta að það vanti DC kork :) En menn sem hafa áhuga geta lesið um það á www.desertcombat.com
Ef menn hafa hugmyndir eins og eina sem ég las hérna um að setja upp Pearl Harbor borðið (sem var reyndar skelfilega gallaði í fyrstu útg) þá ættum við að geta reddað því in a jíppí. Allar hugmyndir vel þegnar.
<br><br>[CP] DEAD MAN WALKING
<a href="http://www.claypigeons.tk">http://www.claypigeons.tk</a>
- þó ég tapi fyrir ykkur í battlefield mala ég ykkur í bekkpressu :)
Kveðja Kristján - ice.Alfa