Það er mikil umræða í gangi núna varðandi þetta Reykjavík vs. Akureyri dæmi allt. Þannig að ég fór að eins að pæla í því hverjir fengju þá að spila þann leik. En í framhaldi af þeirri pælingu kom önnur pæling. Þar sem að klanmeðlimir hafa þann yfirburð yfir public spilara að hafa scrimmað margsinnis og kynnst þessum yndislega leik á allt annan hátt með kannski “taktískri spilun”, þ.e.a.s. að spila eftir fyrirfram ákveðinni leikáætlun. Kannski væri sniðugt ef að spilaður væri leikur á milli Public spilara? Þá myndu kannski stjórnendur úr nokkrum klönum setja saman leikáætlun og spila sjálfir með, aðallega til að leiðbeina hinum almenna spilara og þar af leiðandi kannski virkjað hann til að ganga í klan eða bara bæta spilamennsku hans almennt og auka þá gæðin í spilamennskunni inni á Simnet.
En allavega þá eru þetta bara léttar pælingar og þið megið alveg kalla mig geðveikan -Yeah, believe it or not but that´s happened before…:)- en segið í það minnsta ykkar skoðun á þessu…
The Most Kim Larsen
-In desperate need of psychiatric help-