Nú í þessum töluðu orðum er ég að lesa lágmarksvélbúnaðarkröfur BattleField 1942 af kassanum og þetta les ég: 500MHz PentiumIII/Athlon, 128Mb ram, 32mb Supported direct3D video card with T&L. Recommended: 800MHz PentumIII/Athlon, 256Mb ram, 64Mb or greater Video card that supports T&L.
þetta er það sem mestu máli skiptir (að ég tel).

En vélbúnaður minn er eftirfarandi:
1400MHz Athlon, 256mb DDRam, GeForce2 GTS pro 64mb DDR. Samkvæmt Bæklingnum þá ætti ég að geta spila þennan frábæra leik vandræðalaust. En því miður er það bara ekki þannig.

Þegar ég spilaði demóið, þá svínvirkaði þetta, fyrir utan einstaka hökt, þá rann hann vel. En svo kom hann í búðir og ég skundaði þangað og keypti þennan blessaða leik, og fór svo heim til að spila hann. Ég installaði og byrjaði að spila hann.
Mér til ómældrar óánægju þá hökti leikurinn meira en anskotinn, ég fór strax og lækkaði úr default grafík úr High og 800x600x32 upplausn niður í Low og 640x480x32.
En hvað skeður? hann höktir ennþá eins og gömul kelling.
Og ekki hefur það batnað eftir þennan blessaða plástur (1.3) og það bættist við pirrandi bergmál í þokkabót.

Svo ég bara spyr, Af hverju er hann ekki að virka eins og ætla mætti?

Kv.
Sindri S.