Kæru samhugarar.
Þannig er nú mál með vexti að ég fékk hinn annars ágæta leik Battlefield 1942 lánaðann fyrir ekki svo löngu síðan (vinur minn seldi pésann sinn og eiginlega gaf mér leikinn). Ég installaði leiknum í góðum fíling og hlakkaði mikið til fyrstu spilunnar.
Ég starta upp leiknum og tek strax eftir leiðinda hökti í main meununum, bæði í grafíkinni í bakgrunninum og líka í músinni, ég hugsa með mér að þetta sé ok, bara eitthvað tilfallandi. Síðan starta ég single player leik og hann höktir líka alvg eins
og aðalvalmyndin. Nú er mér hætt að lítast á blikuna, ég fer og næ í 1,2 patchið en það gerir ekkert fyrir mig, síðan prufa ég að taka allt hljóð af, ekkert gerist, minnka grafíkina alveg niður í botn, nothing, allt eins!
Ég er með 1,3 Ghz Athlon maskínu með 256mb vinnsluminni og Geforce 2 MX 400 skjákorti. Ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að þetta er í það lægsta sem þarf til þess að rönna leikinn en það ætti andskotinn eitthvaða ð lagast við að taka allt hljóð af og spila hann á skelfilegustu grafíksettingunni!! Einnig finnst mér eitthvað skuggalegt við það að aðal valmyndin skuli líka vera lögguð…hmmm
Anyway, einhver ráð? Anyone?
PS: Er að keyra etta á XP Pro.<br><br>—–
[Life sucks and then you die!]